Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   fim 02. nóvember 2023 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Riðlarnir klárir fyrir Bose-mótið 2023
KR vann Bose mótið í fyrra eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik.
KR vann Bose mótið í fyrra eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er orðið ljóst að Bose-mótið mun fara fram í nóvember og desember en þar taka þátt sex efstu liðin í Bestu-deild karla taka þátt í mótinu.

Búið er að draga í riðla og riðlana má sjá hér að neðan, Víkingur, Valur og FH eru í öðrum riðlinum en Stjarnan, Breiðablik og KR í hinum.

Leikjaniðurröðun er ekki klár ennþá en gert er ráð fyrir að mótið hefjist 18. nóvember næstkomandi og ljúki helgina 16. - 17. desember.

Riðill 1
Víkingur
Valur
FH

Riðill 2
Stjarnan
Breiðablik
KR

Sigurvegari BOSE Bikarsins fær að launum frábæran BOSE hátalara fyrir félagið sitt.
Athugasemdir
banner
banner