Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. janúar 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool spilar með HM-merkið gegn Everton
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur fengið leyfi fyrir að spila með HM-merkið á treyjum sínum í enska FA bikarnum. Félagið fær að merkja treyjur sínar sérstaklega eftir að hafa sigrað HM félagsliða í Katar í desember.

Leikmenn Liverpool fá einnig að bera merkið á treyjum sínum í Meistaradeild Evrópu en þeir fengu aðeins leyfi til að nota það í einum leik í ensku úrvalsdeildinni, 1-0 sigri gegn Wolves skömmu fyrir áramót.

Liverpool fær því að nota merkið í næsta leik sem er gegn nágrönnunum í Everton. Liðin mætast á Anfield á sunnudaginn, aðeins mánuði eftir síðustu viðureign liðanna á sama stað. Í desember tókst hálfgerðu varaliði Liverpool að valta yfir nágrannana bláklæddu, lokatölur urðu 5-2.

Liverpool er á hreint ótrúlegri siglingu á tímabilinu og meðal sigurstranglegustu liða enska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner