Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. janúar 2020 13:19
Elvar Geir Magnússon
Martial og Lingard fóru veikir heim
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial og Jesse Lingard, leikmenn Manchester United, voru sendir heim af æfingu í morgun.

Þeir eru með flensu og Ole Gunnar Solskjær vill koma í veg fyrir að fleiri leikmenn í hópnum smitist.

United mætir Úlfunum í bikarleik á morgun.

Lingard og Martial mættu báðir á Carrington æfingasvæðið um klukkan 10 í morgun en yfirgáfu það fimmtán mínútum síðar, eftir að hafa spjallað við læknateymi félagsins.

Óvíst er með þátttöku þeirra á morgun.

Ljóst er að Paul Pogba, Scott McTominay, Eric Bailly, Axel Tuanzebe, Marcos Rojo og Timothy Fosu-Mensah verða ekki með í leiknum.

United á svo leik gegn Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins á Old Trafford á þriðjudag en það verður fyrri viðureign liðanna.

Sjá einnig:
Solskjær um Pogba: Þetta eru önnur meiðsli
Athugasemdir
banner
banner