Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 03. janúar 2020 10:39
Elvar Geir Magnússon
Solskjær um Pogba: Þetta eru önnur meiðsli
Solskjær er þreyttur á að svara spurningum um Pogba.
Solskjær er þreyttur á að svara spurningum um Pogba.
Mynd: Getty Images
Nýjustu meiðsli Paul Pogba eru ekki tengd þeim sem héldu honum frá keppni í þrjá mánuði fyrr á þessu tímabili. Þetta segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.

Pogba verður frá næstu þrjár til fjórar vikurnar eftir að hafa gengist undir ökklaaðgerð.

Pogba kom inn af bekknum í tveimur leikjum í jólatörninni en gat ekki spilað í tapleiknum gegn Arsenal. Solskjær segir að ákveðið hafi verið að best væri fyrir leikmanninn að fara undir hnífinn.

Solskjær er augljóslega orðinn mjög þreyttur á því að svara sífelldum spurningum um Pogba.

„Þetta heldur áfram. Bikarleikur framundan og þið eruð að tala um Paul," sagði Solskjær á fréttamannafundi í dag.

„Paul kom til baka eftir að hafa verið lengi frá, hann spilaði tvo leiki en svo fann hann til í ökklanum. Hann fór í myndatöku og þetta eru ekki sömu meiðslin, þetta eru önnur meiðsli."

„Þetta eru ekki stór meiðsli og hann verður kominn aftur eftir þrjár til fjórar vikur."

Manchester United á leik gegn Wolves í bikarnum á morgun.

„Paul er meiddur. Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Tim Fosu-Mensah færast nær en verða ekki klárir í þennan leik. Marcos Rojo er enn fjarverandi. Það eru einhver veikindi eins og er eðlilegt á þessum tíma. Ég þarf að sjá hverjum líður vel þegar þeir vakna á morgun," segir Solskjær.
Athugasemdir
banner