Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek er líklega frá út tímabilið eftir að hann varð fyrir skelfilegri tæklingu í 3-0 sigri liðsins á Bournemouth í kvöld.
Van de Beek var að byrja annan deildarleik sinn á tímabilinu og sá hefur þurft að bíða eftir tækifærinu hjá félaginu.
Þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum meiddist Van de Beek eftir ljóta tæklingu frá argentínska varnarmanninum Marcos Senesi.
Alvarleiki meiðslana var fremur augljós við fyrstu sýn og er útlit fyrir að hann verði lengi frá.
Ten Hag gat ekki veitt blaðamönnum frekari svör en hann sagði þó að útlitið væri ekkert sérlega gott.
„Við þurfum að bíða í sólarhring en þetta lítur ekki vel út,“ sagði Ten Hag.
?? Les images sont terribles pour Van de Beek… ????
— Cerfia Foot (@CerfiaFoot) January 3, 2023
pic.twitter.com/9F6rBGBeAZ
Athugasemdir