Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mið 03. janúar 2024 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðræður milli KR og Horsens miða í rétta átt
Aron í leik með Horsens.
Aron í leik með Horsens.
Mynd: Getty Images
KR vinnur í því að fá Aron Sigurðarson lausan frá danska félaginu Horsens. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net miða viðræður milli félaganna í rétta átt.

Aron á hálft ár eftir af samningi sínum og því þarf að ná samkomulagi við félagið áður en einhver félagaskipti geta átt sér stað.

Aroni stóð til boða að skrifa undir nýjan samning við Horsens en hann hafnaði þeim samningi og virðist nú á leið í KR.

Hann er þrítugur leikmaður sem getur bæði spilað sem kantmaður og miðjumaður. Hann lék síðast á Íslandi tímabilið 2015 þegar hann lék með uppeldisfélaginu Fjölni.
Athugasemdir
banner
banner