Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. apríl 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Aldrei verið stoltari af því að vera fótboltamaður"
Andros Townsend.
Andros Townsend.
Mynd: Getty Images
'Ég hef aldrei verið stoltari af því að vera fótboltamaður. Síðan krísan byrjaði hafa leikmenn og félög hjálpað mikið til í samfélaginu.'
'Ég hef aldrei verið stoltari af því að vera fótboltamaður. Síðan krísan byrjaði hafa leikmenn og félög hjálpað mikið til í samfélaginu.'
Mynd: Getty Images
Andros Townsend, kantmaður Crystal Palace, er ósáttur við það hvernig fótboltamenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið málaðir sem „vondi kallinn" í þeirri krísu sem er í gangi.

Enginn fótbolti er í gangi út af kórónuveirunni og því hafa nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni þurft að minnka við laun starfsmanna á meðan fótboltamenn fá enn greitt að fullu. Það hefur verið gagnrýnt.

Sjá einnig:
Starfsfólk Spurs sagt mjög ósátt - Levy fékk 7 milljónir punda

Í dag kom hins vegar fram að stefnt væri að því að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni myndu taka á sig 30% launalækkun von bráðar.

Townsend kom fótboltamönnum til varnar í viðtali við Talksport. Hann sagði: „Það kom mér á óvart þegar vaknaði í gær og sá að verið var að mála fótboltamenn sem vonda kallinn."

„Ég hef aldrei verið stoltari af því að vera fótboltamaður. Síðan krísan byrjaði hafa leikmenn og félög hjálpað mikið til í samfélaginu. Hjá Palace höfum við hjálpað heimilislausum og aðstoðað góðgerðarmál á svæðinu."

„Leikmenn eru að hugsa um það hvernig þeir geta hjálpað. Ég er hluti af herferðinni Football United til að hjálpa þeim viðkvæmustu í samfélaginu. Marcus Rashford hefur hjálpað til við að að gefa 400 þúsund skólabörnum í Manchester að borða."

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, gagnrýndi fótboltamenn fyrir að taka ekki á sig launalækkun og spila hlutverk í að hjálpa til.

Um það sagði Townsend: „Mér finnst það ekki rétt að heilbrigðisráðherra kenni fótboltamönnum um. Hans starf er að hugsa um heilbrigðisstarfsmenn. Hann kemur og skellir skuldinni á auðveld skotmörk."

„Við, fótboltamenn, gegnum ábyrgð en við erum að gefa af okkur til samfélagsins og það er rétt hjá okkur að gera það. Við erum í forréttindastöðu og það er samfélagið sem borgar laun okkar. Á tíma sem þessum þá þurfum við að gefa til baka."

Townsend segir jafnframt að leikmenn hafi verið beðnir um að bíða með að taka á sig launalækkun þangað til í ljós kemur að félög geti og muni borga starfsfólki áfram ef leikmennirnir taka á sig launalækkun.

„Leikmannasamtökin eru bara að sinna sínu starfi með því að vera viss um það að félögin geti áfram borgað starfsfólki áður en ákvörðun er tekin," sagði Townsend.

Sjá einnig:
Enn stefnt að því að klára ensku deildina - 30% launalækkun leikmanna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner