Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 03. ágúst 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki hægt að ýta á On takkann fyrir Evrópuleik eftir rassskellingu í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan hjá Breiðabliki er deildarleikur gegn KR á sunnudag og svo einvígi í Evrópudeildinni við Zrinjski Mostar. Það einvígi er í 3. umferð forkeppninnar og sæti í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar undir.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var spurður út í framhaldið í viðtali eftir leikinn gegn FCK í gærkvöldi.

Lestu um leikinn: FCK 6 -  3 Breiðablik

„Við ætlum að láta einvígið við FCK alls ekki draga úr okkur, ef við horfum á heildarmyndina - núna eftir á getur maður sagt það, þá var þetta að stórum hluta til fyrirmyndar milli teiga og hvernig við nálguðumst leikina. Okkur líður vel ef við stígum hátt og erum í pressu. Það sem við lærum af þessu og viljum vera betri í er að stýra leikjum og finna það þegar við erum kannski smá taugatrekktir, að fara þá kannski í meiri áhættustýringu," sagði Höskuldur og tók fram að menn væru alls ekki sáttir við úrslitin á móti FCK.

„Það er leikur núna á sunnudaginn á móti KR. Við höfum verið ágætlega góðir í því að svissa á milli keppna, nú fer fókusinn aftur á deildina. Svo tökum við Bosníumennina þegar að því kemur."

Breiðablik er einu sigruðu einvígi frá því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. Það er tíu stiga munur á Breiðabliki og Víkingi í Bestu deildinni.

Er hugsunin bara einn leikur í einu eða er meiri einbeiting á Evrópu?

„Við verðum að halda áfram að spila vel, um leið og við förum að gefa eftir í deildinni, viðhorfslega eða þannig, það sullast þá bara yfir í Evrópu og eins í hina áttina. Þú ert ekki með On/Off takka, þú verður að vera með áframhald í þinni frammistöðu og þínu sjálfstrausti. Ef við ætlum að láta rassskella okkur í deildinni erum við ekki að fara ýta á On takkann í Evrópu. Þú verður alltaf að vera með kveikt á þér, mæta alltaf til leiks," sagði fyrirliðinn.
Höskuldur: Við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner