Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   fim 03. október 2024 11:45
Sverrir Örn Einarsson
Víkingar frumsýna Evróputreyju sína
Gunnar Vatnhamar, Karl Friðleifur Gunnarsson, Tarik Ibrahimagic og Gísli Gottskálk Þórðarson í nýja búningnum
Gunnar Vatnhamar, Karl Friðleifur Gunnarsson, Tarik Ibrahimagic og Gísli Gottskálk Þórðarson í nýja búningnum
Mynd: Vikingur
Karl Friðleifur tekur sig einkar vel út.
Karl Friðleifur tekur sig einkar vel út.
Mynd: Vikingur
Víkingar hefja leik í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag þegar þeir mæta liði Omonoia frá Kýpur á GSP leikvangnum í Níkósíu síðar í dag.

Af því tilefni hafa Víkingar svipt hulunni af keppnisbúningnum sem liðið mun klæðasta í viðureignum sínum í Sambandsdeildinni þetta árið.

Lestu um leikinn: Omonoia 4 -  0 Víkingur R.

Kæru Víkingar. Til hamingju með daginn! Það er viðeigandi að tilkynna formlega um að strákarnir munu spila í sérstakri Evróputreyju í Sambandsdeild Evrópu og í kvöld fáið þið að sjá búninginn í leik í fyrsta sinn.

Segir í tilkynningu sem Víkingar birta á samfélagsmiðlum sínum af því tilefni.



Leikur Víkings gegn Omonoia hefst klukkan 16:45 og verður a sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Smelltu hér ef þú vilt næla þér í eintak af Evróputreyju Víkings

Athugasemdir
banner
banner
banner