
Regis Bogaert, aðstoðarþjálfari Senegal, mætti á fréttamannafund í dag fyrir leik liðsins gegn Englandi í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar, en með honum í för var þriðji markvörður liðsins.
Knattspyrnusambandið var sektað á dögunum um 8700 pund fyrir að brjóta reglur FIFA.
Fyrir leik liðsins gegn Ekvador mætti Cisse einn á fréttamannafund en það er bannað samkvæmt reglum alþjóðaknattspyrnusambandsins og verður alltaf að vera einn leikmaður liðsins með þjálfara.
Cisse er nú að undirbúa liðið fyrir risastóran leik gegn Englendingum, en hann var þó ekki á fundinum í dag vegna veikinda. Bogaert, aðstoðarþjálfari liðsins, mætti með Alfred Gomis, markverði landsliðsins, en hann er á mála hjá Rennes í Frakklandi.
Sá hefur ekki komið við sögu á mótinu og ekki heldur með Rennes á tímabilinu. Hann er þriðji markvörður senegalska landsliðsins og vakti þetta því eðlilega mikla athygli.
Senegal, fined by FIFA for not providing a player for pre-match media before their last game, are putting up third-choice keeper Alfred Gomis, who hasn't even played for Rennes this season, at today's press conference for the England game. First-class trolling of FIFA #SEN #ENG
— David McDonnell (@DiscoMirror) December 3, 2022
Athugasemdir