Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögulega lélegt hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði í kvöld fimmta heimaleik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Englandsmeistararnir þurftu að sætta sig við 1-0 tap gegn Chelsea þar sem Mason Mount skoraði sigurmark gestana.

Liverpool skapaði sér ekki mikið af færum í kvöld og átti aðeins eitt skot á markið.

Liverpool hefur núna tapað fimm heimaleikjum í röð eftir að hafa þar áður farið í gegnum 68 heimaleiki í röð án taps í deildinni. Opta segir frá því að þetta sé í fyrsta sinn í sögu félagsins þar sem fimm töp á heimavelli í röð er niðurstaðan. Þá er einnig verið að taka með heimaleiki í öðrum keppnum.

Þetta er einnig í fyrsta sinn í sögunni þar sem ríkjandi Englandsmeistarar tapa fimm heimaleikjum í röð í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner