Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. mars 2021 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð
Mount fagnar sigurmarkinu í leiknum.
Mount fagnar sigurmarkinu í leiknum.
Mynd: Getty Images
Nær Liverpool topp fjórum.
Nær Liverpool topp fjórum.
Mynd: Getty Images
Liverpool 0 - 1 Chelsea
0-1 Mason Mount ('42 )

Liverpool tapaði fimmta heimaleik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool tók á móti Chelsea í stórleik vikunnar í deildinni.

Liverpool var meira með boltann í fyrri hálfleiknum en það var Chelsea sem ógnaði meira. Um miðbik fyrri hálfleik skoraði Timo Werner fyrir Chelsea en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Handakriki Werner var rangstæður.

Sadio Mane fékk gott færi stuttu eftir rangstöðumark Werner. Mohamed Salah átti góða sendingu á Sadio Mane, en Mane hitti boltann ekki nægilega vel.

Chelsea tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Mason Mount fékk boltann á vinstri kanti, keyrði inn á teiginn og átti lágt skot sem Alisson kom engum vörnum við. Frábærlega gert hjá Mount og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina frá London.

Í byrjun seinni hálfleiks vildi Liverpool fá vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Boltinn fór augljóslega í hendi N'Golo Kante en dómarinn og VAR mat það sem svo að þetta var ekki víti. Það er erfitt að skilja reglurnar um hendi nú til dags en Dale Johnson hjá ESPN sagði að vítaspyrna hefði ekki verið dæmd þar sem Kante var svo nálægt boltamanninum og hann fékk engan tíma til að bregðast við.

Liverpool var einhvern veginn aldrei líklegt til að jafna leikinn eftir það og var Chelsea ef eitthvað er líklegra liðið til að skora næsta markið í leiknum. Það mark kom hins vegar ekki og lokatölur 0-1. Liverpool átti eitt skot á markið í leiknum.

Nokkuð þægilegur sigur Chelsea sem er í fimmta sæti, einu stigi frá Everton í fjórða sæti. Everton á hins vegar leik til góða á Chelsea. Englandsmeistarar Liverpool eru í sjöunda sæti með 44 stig. Mun Liverpool ná topp fjórum á þessu tímabili? Það er stór spurning.

Önnur úrslit í dag:
England: Tók Gylfa 43 sekúndur að leggja upp sigurmark
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner