Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. apríl 2020 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja fresta launagreiðslum og setja skilyrði varðandi starfsfólk
Mynd: Getty Images
Félögin 20 í ensku úrvalsdeildinni héldu í gær myndbandsfund þar sem sú hugmynd var samþykkt að reyna að fá leikmenn deildarinnar til að taka á sig launalækkun upp að allt að 30 prósent.

Í grein The Athletic kemur hins vegar fram að sumir leikmenn séu efins um fyrirætlanir vinnuveitenda sinna, sérstaklega í ljósi þess að nokkur félög eins og Newcastle, Norwich og Tottenham hafi nú þegar nýtt sér möguleika ríkisstjórnarinnar um að minnka laun starfsfólks.

Leikmenn eru ekki hrifnir af þeirri hugmynd að taka á sig launalækkun svo að ríkir eigendur græði pening, á meðan starfsfólk félaga fær svo grætt úr sjóði almennings.

Leikmenn hjá nokkrum félögum vilja því frekar fresta launagreiðslum og eru tilbúnir að lækka um allt að 25 prósent í launum á þessum tímapunkti. Skilyrðið yrði þá að starfsfólk félaga myndi halda vinnu sinni og launum sínum.

Forráðamenn frá deildinni hafa verið í viðræðum við leikmannasamtökin alla þessa viku og halda þessar samræður áfram í dag á myndbandsfundi. Á þeim myndbandsfundi verða fulltrúar frá félögum deildarinnar og frá leikmannasamtökunum.

The Athletic hefur það frá heimildarmönnum sínum að allir aðilar sem koma að borðinu séu staðráðnir í að finna lausn sem muni finna lausn til að hjálpa félögum í öllum deildum á Englandi. Leikmenn séu meðvitaðir um hversu alvarleg þessi krísa er og þeir vilja hjálpa.

Sem dæmi um það er sjóður sem Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er að koma á laggirnar vegna kórónuveirunnar. Hann er að skipuleggja söfnun hjá leikmönnum deildarinnar þar sem safnað verður pening fyrir heilbrigðiskerfið á Englandi. Þá hefur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, beðið liðsfélaga sína um að gefa 30 prósent af launum sínum í góðgerðarmál.

Það hefur pirrað marga leikmenn að nokkrir stjórnmálamenn saki fótboltamenn um græðgi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, gagnrýndi fótboltamenn fyrir að taka ekki á sig launalækkun og spila hlutverk í að hjálpa til. Margir innan fótboltans telja að ummæli stjórnmálamanna séu tilraunir til að beina athyglinu frá þeim mistökum sem Bretar hafa gert í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hérna.

Sjá einnig:
Enn stefnt að því að klára ensku deildina - 30% launalækkun leikmanna
„Aldrei verið stoltari af því að vera fótboltamaður"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner