Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 04. júní 2023 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kyogo gæti leyst Harry Kane af hólmi
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Sumarglugginn nálgast óðfluga og býður slúður dagsins upp á ýmsa áhugaverða orðróma. Mesta spennan ríkir í herbúðum Tottenham þar sem framtíð Harry Kane er í lausu lofti, en Kyogo Furuhashi, Lionel Messi, Manuel Ugarte og Gabriel Magalhaes eru meðal leikmanna sem koma einnig fyrir í slúðurpakka dagsins. Slúðrið er í boði Powerade og er pakkinn tekinn saman af BBC.


Carlo Ancelotti hefur gert stjórn Real Madrid ljóst að hann vill fá Harry Kane, 29 ára sóknarmann Tottenham, til félagsins í sumar. (Athletic)

Tottenham mun kaupa Kyogo Furuhashi, 28 ára sóknarmann Celtic og japanska landsliðsins, til að fylla í skarð Harry Kane. Ange Postecoglou, þjálfari Celtic, hefur verið orðaður sterklega við stjórastarfið hjá Tottenham (Sun)

Postecoglou hefur neitað að tjá sig um framtíðina þrátt fyrir mikinn áhuga Tottenham. (Evening Standard)

Sádí-arabíska félagið Al-Hilal vonast til að geta kynnt Lionel Messi, 35, sem nýjan leikmann strax næsta þriðjudag, 6. júní. (Sport)

Chelsea býst við að vinna kapphlaupið um Manuel Ugarte, 22 ára miðjumann Sporting CP og úrúgvæska landsliðsins. (Fabrizio Romano)

PSG íhugar að kaupa Gabriel Magalhaes, 25 ára varnarmann Arsenal. (Goal)

Liverpool er að skoða Kenny Tete, 27 ára bakvörð Fulham og hollenska landslðsins. (Sun)

Liverpool er einnig í viðræðum við Khephren Thuram, 22 ára miðjumann Nice og franska landsliðsins, og þá hefur stórveldið áhuga á Orkun Kökcu, 22 ára fyrirliða Feyenoord. (Football Transfers

Liverpool er að ganga frá kaupum á Alexis Mac Allister, 24 ára miðjumanni Brighton og argentínska landsliðsins. (Fabrizio Romano)

Hugo Lloris, 36 ára markvörður Tottenham og Frakklands, er búinn að kveðja stuðningsmenn. Hann fer að öllum líkindum í sumar og vonast til að leika mikilvægt hlutverk hjá sínu næsta félagi. (Nice Matin) 

Jon Dahl Tomasson, fyrrum leikmaður danska landsliðsins og núverandi knattspyrnustjóri Blackburn, er efstur á óskalista hjá Leeds United sem er í stjóraleit eftir fall úr úrvalsdeildinni. (Football Insider)

Leicester City er að skoða að ráða Steven Gerrard í stjórastarfið eftir fall niður um deild. (Sun)

Mauricio Pochettino, nýr stjóri Chelsea, vill ekki missa Kai Havertz, 23, til Real Madrid. (AS)

Mason Mount velur Manchester United framyfir Liverpool útaf Meistaradeildinni. (Football Insider)

Jurrien Timber, 21 árs varnarmaður Ajax og hollenska landsliðsins, var meðal áhorfenda á Wembley í gær, þegar Man Utd tapaði úrslitaleik enska bikarsins gegn Man City. Timber gæti verið að flytja til Manchester í sumar. (Talksport)

Aston Villa er í viðræðum við Sporting um kaup á portúgalska miðjumanninum Pedro Goncalves, 24 ára. (A Bola)

Newcastle er nálægt því að ganga frá kaupum á Yankuba Minteh, 18 ára kantmanni Odense og gambíska landsliðsins. (Sun)

Brighton er að ganga frá félagsskiptum Mahmoud Dahoud, 27 ára miðjumanni Dortmund og þýska landsliðsins, í næstu viku. (Fabrizio Romano)

Chelsea vill kaupa Andre Onana, 24, af Inter og er enska stórvedið tilbúið til að bjóða Edouard Mendy, 31, í skiptum ásamt þokkalegri upphæð. (Footmercato)


Athugasemdir
banner
banner
banner