Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mið 04. september 2024 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Í liði umferðarinnar þrisvar í röð - „Heldur betur að stíga upp"
Anton Ari.
Anton Ari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton átti mjög góðan leik gegn KA.
Anton átti mjög góðan leik gegn KA.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Anton Ari Einarsson hefur verið magnaður fyrir Breiðablik í undanförnum leikjum. Aðrir hafa fengið fleiri fyrirsagnir, en staðreyndin er sú að Anton hefur í síðustu þremur umferðum verið valinn í Sterkasta lið umferðarinnar hér á Fótbolti.net.

Hann var frábær í erfiðum útileikjum gegn Val, ÍA og KA. Í síðasta leik, gegn KA, varði hann tvívegis einn á móti einum undir lok leiks og tryggði Breiðabliki með því þrjú stig. Kristófer Ingi Kristinsson, samherji Antons, talaði um að vörslur Antons væru jafnmikilvægar og mark hinu megin á vellinum og Halldór Árnason, þjálfari Blika, hrósaði honum í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Anton er bara orðinn sjálfum sér líkur, búinn að eiga frábært tímabil, búinn að vera algjörlega frábær fyrir okkur. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að í byrjun síðasta leiks og í lokin hér þá er hann að taka stórar vörslur sem hjálpa okkur mikið, og hefur gert það í allt sumar. Ég er mjög ánægður með hann," sagði Dóri í viðtali við Fótbolta.net.

Anton Ari var til umræðu í Innkastinu þar sem 21. umferðin var gerð upp.

„Hann er heldur betur að stíga upp. Hann er í liði umferðarinnar í 19., 20. og 21. umferð. Hann er búinn að vera fjórum sinnum og þar af eru þrjár síðustu umferðir," sagði Elvar Geir.

„Það er rosalegt. Það segir alveg mikið um þennan leik, Toni bjargar þeim í lokin, tvívegis, seinni varslan var frábær. Jakob Snær á skotið og Anton ver, þar bjargar hann tveimur punktum. Það er ekkert eðlilega mikilvægt fyrir Breiðablik að fá hann upp á þessum tíma," sagði Valur Gunnarsson.
Innkastið - Víkingur vann veika Valsmenn og spjót beinast að Túfa
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner