Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mán 04. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Köngulóarmaðurinn framlengir við HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tumi Þorvarsson hefur framlengt samning sinn við HK til næstu tveggja ára eða til 2025.

Tumi er 18 ára gamall og uppalinn í HK, en hann lék fjóra leiki á síðasta ári er liðið kom sér upp í Bestu deildina.

Í sumar spilaði hann fimm leiki í Bestu deildinni, tvo í byrjun tímabilsins og þrjá í seinni hlutanum, en þar á milli var hann á láni hjá Haukum í 2. deildinni þar sem hann gerði tvö mörk í ellefu leikjum.

Tumi eða Köngulóarmaðurinn eins og hann hefur verið kallaður átti stórt augnablik í byrjun tímabils er hann vann boltann í leik gegn Breiðabliki áður en Atli Þór Jónasson gerði sigurmarkið í 4-3 sigri í nágrannaslag.

Tumi hefur nú framlengt við HK og gildir samningur út árið 2025.
Athugasemdir
banner
banner