Tumi Þorvarsson, fæddur árið 2005, kom eins og stormsveipur inn í leik HK gegn Breiðabliki í gær.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 4 HK
Þessi efnilegi leikmaður kom inn á sem varamaður seint í leiknum en hann er líklega ein stærsta ástæðan fyrir því að HK fór með sigur af hólmi í leiknum.
Tumi átti magnaða tæklingu og vann boltann af Eyþóri Aroni Wöhler hátt upp á vellinum. í kjölfarið kom sigurmark HK í leiknum. Rætt var um Tuma í Innkastinu í morgun.
„Það mætir þarna, nýkominn inn á sem varamaður, einn Tumi Þorvarsson. Köngulóarmaðurinn, hann er með köngulóartattú. Heyrðu, hann mætir og hendir sér í tæklingu, vinnur boltann á geggjaðan hátt. Mér fannst þessi tækling vera augnablik leiksins," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.
„Skyndilega eru þeir komnir í fjóra á móti tveimur. Þá ákveður annar varamaður, Atli Þór Jónasson, að láta vaða."
Það voru varamennirnir ungu sem lönduðu sigrinum fyrir HK. Tumi er skemmtilegur karakter - með áhugavert tattú og flott gælunafn - sem gaman verður að fylgjast með í sumar.
#28 https://t.co/TJIjs8QE9d pic.twitter.com/CiUEhRTHaX
— HK (@hkkopavogur) April 10, 2023
Athugasemdir