Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   lau 05. febrúar 2022 21:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ekki ólíklegt að Kaj Leo endi hjá Víkingi - „Launakröfur uppi í skýjunum"
Kaj Leo í Bartalsstovu.
Kaj Leo í Bartalsstovu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski kantmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu er án félags eftir að samningur hans við Val rann út á síðasta ári. Hann hefur verið að æfa með Íslands- og bikarmeisturum Víkings og skoraði í æfingaleik gegn ÍA á föstudagskvöld. Markið var stórglæsilegt og má sjá það neðar í fréttinni.

Gæti Kaj Leo endað hjá Víkingum? Elvar Geir velti þessu fyrir sér í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Mér finnst það ekkert ólíklegt. Það er ekkert vont fyrir mann á reynslu að setja boltann í 'samúel' í æfingaleik gegn öðru úrvalsdeildarliði. Maður veit að Víkingar eru í leit að liðsstyrk framar á völlinn," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Kaj Leo er gríðarlega hæfileikaríkur þó síðustu tvö ár hafi ekki verið hans bestu. Þetta er gæi sem getur tekið menn á og er með mörk í sér. Hann getur verið lúmskur á fjær og líka skotið fyrir utan, eins og Víkingar hafa sjálfir kynnst þar sem hann skoraði í báðum leikjunum gegn þeim í fyrra."

„Menn vita að launakröfur hans eru vel uppi í skýjunum, sem er ein af ástæðunum fyrir því að hann hefur ekki fengið lið. Tíu af liðunum tólf væru til í að vera með Kaj Leo að minnsta kosti sem fyrstu 13-14, hann er alveg það góður þó hann hafi ekki náð flugi með Val í fyrra. Það er enginn að fara að borga það sem hann fer fram á núna," segir Tómas en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.

„Það hefur losnað aðeins af launaskrá Víkings, Evrópupeningar að koma inn og búið að selja Atla Barkar. Það eru til peningar fyrir Kaj en ég veit að mínir menn eru ekki að fara að taka hann á þessum prís."


Útvarpsþátturinn - Fótboltafréttir, Andri Rúnar og Vanda
Athugasemdir
banner
banner