Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Nwaneri má ekki vera í klefanum
Ethan Nwaneri.
Ethan Nwaneri.
Mynd: EPA
Ungstirnið Ethan Nwaneri hefur verið algjörlega frábær hjá Arsenal á tímabilinu en þessi 17 ára leikmaður má hinsvegar ekki notast við sama klefa og leikmenn aðalliðsins.

Samkvæmt öryggisreglum verða leikmenn að verða orðnir 18 ára gamlir til að nota klefa aðalliðsins. Nwaneri þarf því að klæða sig í öðrum klefa áður en hann kemur svo í aðalklefann rétt áður en Mikel Arteta heldur liðsræðuna.

Nwaneri var meðal markaskorara í 5-1 sigrinum gegn Manchester City á sunnudaginn en vinur hans Myles Lewis-Skelly, 18 ára, skoraði einnig í leiknum.

„Þegar þú sérð þessa tvo ganga hlið við hlið og tala saman sérðu að það er augljós tenging milli þeirra, það er kemistría á milli þeirra," segir Arteta.

„Ethan getur ekki verið með okkur í klefanum ennþá. Hann þarf að klæða sig annarstaðar. Líka á leikdögum. Að vera með einhvern náinn sér sem hann treystir, með þetta sjálfstraust. Þeir eru heppnir að vera með hvorn annan."

Nwaneri greip tækifærið þegar Bukayo Saka meiddist og hefur haldið draumum um enska meistaratitilinn á lífi.
Athugasemdir
banner