Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. mars 2023 19:52
Brynjar Ingi Erluson
Versta frammistaða ársins - „Þetta var ófagmannlegt og við brugðumst stuðningsfólkinu"
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var niðurlútur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 7-0 niðurlæginguna á Anfield í dag.

Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik og gekk síðan yfir United-liðið í þeim síðari með því að skora sex mörk til viðótar.

Hollendingurinn segir frammistöðuna ófagmannlega og skammast hann sín fyrir hönd stuðningsfólksins.

„Ég get ekki útskýrt þetta. Við vorum að stjórna þessu í fyrri hálfleiknum en í byrjun síðari hálfleiks gáfum við tvö mörk og eftir það var ekkert lið. Við héldum ekki skipulagi og þetta voru bara ellefu einstaklingar á vellinum.“

„Ég veit það ekki, þetta er rosalega slæmt. Ég er búinn að segja leikmönnunum mína skoðun. Þetta var ófagmannlegt því þú verður að þjappa þér saman sem lið. Við gerðum það ekki og það var enginn agi. Það geta komið bakslög en þeir verða að standa saman og vinna vinnuna.“

„Við tókum rangar ákvarðanir og fyrir mér er það mjög ófagmannlegt. Ég er ótrúlega vonsvikinn og reiður. Við brugðumst stuðningsfólkinu. Sem hópur og lið má þetta ekki gerast. Við verðum að standa saman og styðja hvorn annan og berjast fyrir hvorn annan. Það þarf að verjast og við gerðum það ekki og fyrir mér er það mjög ófagmannlegt.“

„Við höfum tekið miklum framförum en þú sérð hvað gerist þegar þú heldur ekki staðlinum. Það sem ég sagði í búningsklefanum er að þetta er með öllu óásættanlegt, en þetta er líka bara einn leikur og við munum koma til baka. Þetta er lið er nógu sterkt og því munum við endurstilla okkur og koma til baka.“


Stór hópur stuðningsfólksins fór að yfirgefa völlinn enda leist þeim ekkert á blikuna.

„Þetta var erfitt og við verðum í raun að þakka þeim. Ég álasa þeim ekki fyrir að hafa farið því þetta var virkilega sæm frammistaða. Ég skammast mín að þeir hafi þurft að sjá þetta,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner