Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Griezmann og Suarez á skotskónum í sigri Barcelona
Antoine Griezmann skoraði.
Antoine Griezmann skoraði.
Mynd: Getty Images
Barcelona bar sigurorðið af Villarreal á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, í kvöld.

Lionel Messi lagði upp tvö mörk og skoruðu bæði Luis Suarez og Antoine Griezmann fyrir Börsunga. Sóknartríóið náði vel saman í þessum leik. Léttir fyrir Griezmann, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu, að skora.

Barcelona er eftir sigurinn í kvöld fjórum stigum á eftir erkifjendum sínum í Real Madrid þegar fjórar umferðir eru eftir.

Espanyol er svo gott sem fallið úr deildinni eftir tap gegn Leganes á heimavelli. Tímabilið hefur verið hörmulegt fyrir Espanyol sem er á botni deildarinnar. Osasuna, sem er ellefta sæti, og Getafe, sem er í sjötta sæti, skildu þá jöfn.

Espanyol 0 - 1 Leganes
0-1 Jonathan Silva ('53 )
Rautt spjald: Jonathan Calleri, Espanyol ('88)

Osasuna 0 - 0 Getafe

Villarreal 1 - 4 Barcelona
0-1 Pau Torres ('3 , sjálfsmark)
1-1 Gerard Moreno ('14 )
1-2 Luis Suarez ('20 )
1-3 Antoine Griezmann ('45 )
1-4 Ansu Fati ('86 )

Önnur úrslit:
Spánn: Ramos enn og aftur á skotskónum í sigri Madrídinga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner