Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. ágúst 2022 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar: Sterkt lið Arsenal
Gabriel Jesus er fremstur hjá Arsenal
Gabriel Jesus er fremstur hjá Arsenal
Mynd: EPA
Crystal Palace og Arsenal eigast við í opnunarleiknum á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni klukkan 19:00 í kvöld en leikurinn er spilaður á Selhurst Park, heimavelli Palace.

Gabriel Jesus, Bukayo Saka og Gabriel Martinelli leiða sóknarlínu Arsenal í dag. Miðjan er engu verri en þar eru þeir Thomas Partey, Granit Xhaka og Martin Ödegaard, sem er auðvitað fyrirliði liðsins.

William Saliba er í vörn Arsenal og það er Oleksandr Zinchenko líka, sem kom frá Manchester City í síðasta mánuði.

Cheick Doucoure er á miðjunni hjá Crystal Palace og þá eru þeir Wilfried Zaha, Odsonne Edouard og Jordan Ayew í fremstu víglínu.

Crystal Palace: Guaita; Clyne, Andersen, Guéhi (F), Mitchell; Schlupp, Doucouré, Eze; Ayew, Édouard, Zaha

Arsenal: Ramsdale; White, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Partey, Xhaka, Odegaard(F): Saka, Jesus, Martinelli


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner