Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   lau 05. september 2020 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Foden í viðtali við Henry: Draumur rættist á Íslandi
Icelandair
Foden í leiknum.
Foden í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Phil Foden lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir England þegar liðið vann dramatískan sigur á Íslandi í Þjóðadeildinni.

Þessi efnilegi miðjumaður Manchester City var kampakátur eftir sigurinn.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn, en þetta var ekki auðvelt og þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Ég er bara ánægður með sigurinn," sagði Foden við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Það var ótrúlegt að spila minn fyrsta A-landsleik og að gera það gegn erfiðu liði í erfiðum leik."

„Þetta var draumur að rætast," sagði Foden.
Athugasemdir