Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern vann án Glódísar - Hildur spilaði í stóru tapi gegn Barcelona
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma Sól er í Meistaradeildarbaráttu
Selma Sól er í Meistaradeildarbaráttu
Mynd: Rosenborg

Glódís Perla Viggósdóttir var í banni þegar Bayern mættii Köln í þýsku deildinni í dag.


Glódís er fyrirliði liðsins og einn besti varnarmaður heims en liðinu tókst að vinna án hennar 1-0. Bayern er með 15 stig eftir fimm umferðir á toppnum, fimm stigum á undan Frankfurt sem á leik til góða.

Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Fiorentina vann 3-1 gegn Como í ítölsku deildinni. Fiorentina er í 2. sæti með 12 stig eftir fimm umferðir en Juventus er á toppnum með fullt hús stiga.

Hildur Antonsdóttir var í byrjunarliði Madrid CFF þegar liðið steinlá 8-1 gegn Barcelona. Madrid er með sex stig eftir fimm umferðir.

Bryndís Arna Níelsdóttir var í byrjunarliðinu og Þórdís Elva Ágústsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Vaxjö gerði 1-1 jafntefli gegn Trelleborg í sænsku deildinni. Vaxjö er með 26 stig eftir 22 umferðir í 9. sæti.

Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið tapaði 2-0 gegn Lyn í norsku deildinni. Liðið er með 40 stig í 3. sæti eftir 22 umferðir. Liðið er níu stigum á eftir Brann í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Amanda Andradóttir kom inná sem varamaður þeegar Twente gerði markalaust jafntefli gegn PSV í hollensku deildinni. Liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki. Leuven lagði Eesterlo 1-0 í belgísku deildinni. Diljá Ýr Zomers er leikmaður Leuven. Liðið er á toppnum með 16 stig eftir sex umferðir, fjórum stigum á undan Westerlo sem er í 2. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner