Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   lau 05. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Pétur Pétursson þjálfari Vals
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég ætla að byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Besta liðið vinnur alltaf og þær verðskulda þetta.“

Voru fyrstu orð Péturs Péturssonar þjálfara Vals eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum í fang Breiðabliks eftir markalaust jafntefli liðanna á N1 Vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Við skoruðum ekki mark sem var það sem við þurftum en við töpuðum ekki titlinum í þessum leik.“

Bætti Pétur síðan við.

Leikurinn í dag bar þess sterk merki hvað væri undir. Baráttan á vellinum var gríðarleg og ekkert gefið eftir á báða bóga. Stemmingin í stúkunni var líka góð en 1625 manns voru mætt á völlinn sem er áhorfendamet í Bestu deild kvenna.

„Þetta var góður baráttuleikur og frábært að sjá allt þetta fólk fylla stúkuna. Ég held að fólk ætti að halda áfram að mæta í stúkuna út um allt land hjá stelpunum.“

Að afloknum þessu tímabili þar sem Valur vinnur Mjólkurbikarinn en missir af Íslandsmeistaratitlinum er mögulega við hæfi að spyrja. Hvað er næst hjá Val?

„Það er bara frí.“ Svaraði Pétur kíminn að vanda en bætt síðan við.

„Við vorum að telja þetta saman nýlega og eitthvað sem ég er mjög stoltur af að þetta er sjötta árið í röð sem við erum að vinna eða berjast um að vinna titlinn. Ég er stoltur af þessu liði sem við bjuggum til á þessu ári og vill þakka þeim kærlega fyrir það.“

Pétur sneri því næsta laglega á fréttaritara er hann spurði um framtíðaráform Pétur. Hvort hann hyggðist eitthvað taka sér frí frá þjálfun eða jafnvel hætta.

„Hvað finnst þér ég vera orðinn svona gamall? Ég er með hvítt hár og allt. Ég er með tveggja ára samning við Val og það er staðan eins og hún er í dag.“

Sagði Pétur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner