Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 05. október 2024 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María fékk verðlaun fyrir leikinn - Jóhann Kristinn ekki parsáttur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Sandra María Jessen var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna og var einnig markadrottningin. Hún skoraði 20 mörk í 18 leikjum.

Það vakti athygli að hún fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaðurinn fyrir leikinn en gullskóinn eftir leikinn. Sandra klikkaði á vítaspyrnu í 1-0 tapi gegn Víking í lokaumferðinni í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Ég reyndi að fá þessu breytt en við fengum bara: Nei," sagði Jóhann Kristinn.

„Ég spurði hvort þeim þætti þetta eðlilegt, fyrir utan að vera með einstaklingsverðlaun í hópíþrótt, það er önnur umræða sem ég ætla ekki að taka núna. Ég spurði af hverju þið viljið gera þetta fyrir leik, þið eruð að láta hana fá önnur verðlaun eftir leikinn. Ef það koma lykilmóment finnst ykkur eðlilegt að hún sé með þetta í hausnum þegar hún hleypur inn á. Ég er ekki sáttur."

Það var gríðarlega mikið álag á Söndru Maríu á þessu tímabili en auk þess að spila með Þór/KA lék hún einnig með íslenska landsliðinu.

„Ég ætla að taka annan hlut á mig sem mig grunar að gæti vegið þyngra. Sandra María er með breitt bak og hefur þroska, aldur og reynslu að díla við þetta og ég ætla ekki að kasta ábyrgð á einhvern fyrir sunnan í Laugardalnum. Hins vegar verð ég að gera betur. 2024 hefur verið ofsalega langt fyrir Söndru Maríu, þegar aðrir fá að anda og hvíla sig er hún í landsliðsverkefnum," sagði Jóhann Kristiinn.

„Ég hefði átt að spila betur úr leiktíma Söndru Maríu á þessu tímabili. Svona lykilmóment geta haft áhrif á langþreytu hennar."


Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Athugasemdir
banner
banner