Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   sun 05. nóvember 2017 20:37
Magnús Már Einarsson
Pablo Punyed kveður ÍBV
Derby Carill og Pablo Punyed eru báðir frá El Salvador.  Hér fagna þeir bikarmeistaratitli ÍBV í sumar.
Derby Carill og Pablo Punyed eru báðir frá El Salvador. Hér fagna þeir bikarmeistaratitli ÍBV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Pablo Punyed er á förum frá ÍBV en þetta staðfesti hann á Twitter síðu sinni í kvöld. Pablo verður samningslaus um áramót og þá ætlar hann að róa á önnur mið.

„Ég hef ákveðið að framlengja ekki samning minn við ÍBV og það var ekki auðvelt val," sagði Pablo á Twitter.

„Ég vil þakka öllum sem tengjast ÍBV, stuðningsmönnum, íbúum á Eyjunni, og liðsfélögum mínum. Þið hafið komið stórkostlega fram við mig og fjölskyldu mína og ég mun aldrei gleyma því."

Pablo er 27 ára miðjumaður frá El Salvador en hann hefur spilað á Íslandi síðan árið 2012. Pablo lék með Fjölni, Fylki og Stjörnunni áður en hann samdi við ÍBV fyrir tveimur árum.

Í haust hefur Pablo meðal annars verið orðaður við FH en hann sagði þó á dögunum að hann hefði ekki rætt við neinn hjá Fimleikafélaginu.

Ljóst er að talsverðar breytingar verða á liði ÍBV í vetur. Jónas Þór Næs, Alvaro Montejo Calleja, David Atkinson, Mikkel Maigaard Jakobsen og Renato Punyed eru einnig á förum sem og miðvörðurinn öflugi Hafsteinn Briem. Þá hefur framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson fengið leyfi til að ræða við önnur félög.

Hér að neðan má sjá kveðju Pablo í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner