Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)

Heimavöllurinn birti í dag uppgjörsþátt fyrir Pepsi Max-deild kvenna í ár og þar voru ýmsar verðlaunaafhendingar.
Sveindís Jane Jónsdóttir var valin best í deildinni en hún skoraði 14 mörk fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks og lagði upp mörg mörk til viðbótar.
Hin 19 ára gamla Sveindís kom til Breiðabliks á láni frá Keflavík síðastliðinn vetur.
„Hún skeindi þessu móti. Ég man ekki eftir að hafa séð einn einstakling skeina móti jafn mikið og hún. Þegar Margrét Lára kom upp og var að skora 37 mörk, það er ekki hægt að bera það saman, en er hún langt frá Margréti Láru þegar hún var svona ung? Hún er ógeðslega góð," sagði Gylfi Tryggvason í Heimavellinum í gær.
„Ég þoli ekki að hún sé ennþá á Íslandi. Það pirrar mig. Ég vil senda hana út til Frakklands," sagði Gylfi einnig en erlend félög hafa sýnt Sveindísi áhuga á þessu ári.
Hér að neðan má hlusta á Heimavöllinn.
Sjá einnig:
Lið ársins 2020
Efnilegust 2020: Hvert fer hún í framtíðinni?
Þjálfari ársins 2020: Hefur raðað inn titlum
Athugasemdir