Declan Rice ferðaðist ekki með Arsenal til Ítalíu þar sem liðið mætir Inter í Meistaradeildinni á morgun.
Hann er tæpur en læknateymi Arsenal mun meta stöðuna á honum fyrir leikinn gegn Chelsea í úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn Newcastle um helgina en æfði ekki í morgun.
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, hefur verið fjarverandi síðan í september vegna meiðsla en hann er allur að koma til og hann ferðaðist með liðinu til Ítalíu.
Ef hann kemur við sögu á morgun er það fyrsti leikurinn hans fyrir Arsenal síðan hann spilaði í 1-1 jafntefli gegn Brighton 31. ágúst.
Þá eru Takehiro Tomiyasu, Kieran Tierney og Riccardo Calafiori áfram á meiðslalistanum og verða það áfram líklega framyfir landsleikjahléið.
Athugasemdir