Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. janúar 2021 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fagnar hugmyndinni að Gylfi fái nýjan samning - „Ég er aðdáandi"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images

Hinn 31 árs gamli Gylfi er samningsbundinn Everton út næstu leiktíð. Daily Mail greindi frá því að Everton sé að hugsa um að bjóða honum eins árs framlengingu, en Gylfi virtist vera á leið frá Everton eftir að hafa ekki verið upp á sitt besta á síðustu leiktíð. Hann hefur fundið taktinn að undanförnu og virðast hann og Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ná mjög vel saman.

Gylfi hefur síðustu árin ekki verið í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Everton og hafa þeir oft notað hann sem blóraböggul þegar illa gengur. Þar spilar verðmiðinn líklega stórt hlutverk en Gylfi var keyptur frá Swansea fyrir 45 milljónir punda.

David Prentice, íþróttafréttaskrifari hjá Liverpool Echo, fagnar hins vegar þeirri hugmynd að gefa Gylfa nýjan samning.

„Fólk verður líklega ánægt með mig því mér finnst þetta góð hugmynd," sagði Prentice í hlaðvarpi Liverpool Echo um Everton.

„Ég er aðdáandi Gylfa Sigurðssonar, en ég veit að það eru ekki allir. Hann er með eiginleika sem ekki allir eru með, hann getur skapað. Það verður að spila honum á réttum stað á vellinum til að sjá það en hann getur látið hluti gerast."

„Carlo Ancelotti metur hann mikils, svo mikið að hann hefur oft gefið honum fyrirliðabandið á þessari leiktíð. Það snýst allt um að spila Gylfa á réttum stað á vellinum en ég er aðdáandi."
Athugasemdir
banner
banner