lau 06. febrúar 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Álfhildur Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefanía Ragnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hildur Antonsdóttir
Hildur Antonsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Friðrika Arnardóttir og Linda Líf Boama
Friðrika Arnardóttir og Linda Líf Boama
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóley María Steinarsdóttir
Sóley María Steinarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa var í fyrra yngsti fyrirliðinn í Pepsi Max-deildinni. Hún hefur allan sinn feril leikið með Þrótti og komu hennar fyrstu deildarleikir sumarið 2015.

Á síðustu leiktíð lék hún fjórtán leiki þegar Þróttur kom mjög á óvart og hélt sæti sínu í efstu deild sem nýliði, liðið gerði reyndar gott betur en það og endaði í fimmta sæti. Álfhildur sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir

Gælunafn: Álfa

Aldur: Tvítug

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: minnir að það hafi verið sumarið 2015

Uppáhalds drykkur: nocco ice soda

Uppáhalds matsölustaður: svo margir sem ég elska en fer oftast á fresco

Hvernig bíl áttu: á ekki bíl en er mjög góð í að sníkja far hingað og þangað

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The office

Uppáhalds tónlistarmaður: erfitt að velja á milli Childish Gambino og Yung Odi

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football

Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Gnarr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: karamelludýfu, jarðaber og þrist

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: sorry, I can’t talk right now. :(

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: myndi líklegast aldrei nenna eitthvað langt út á land þannig segi bara Sindri

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hólmfríður Magnúsdóttir

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Finnst leiðinlegt að velja bara einn, en Nik hefur líklegast kennt mér mest

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Stefanía Ragnars er óþolandi hröð og hundleiðinlegt að elta hana um allan völlinn

Sætasti sigurinn: leikurinn á móti ÍA sumarið 2019 þegar við tryggðum okkur upp í pepsí

Mestu vonbrigðin: þegar Frikka ákvað að að taka sér frí frá boltanum

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hildur Antons

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi:
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sólveig Jóhannesdóttir er bráðmyndarleg

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Linda Líf, engin spurning

Uppáhalds staður á Íslandi: Held það sé nú bara Laugardalurinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: þegar dómari í einum leik gaf mér gult spjald sem hefði 100% átt að fara á Sóley, hann sagði mér svo að vara Sóley við þar sem hún var nú þegar á gulu og hefði verið tæp á að fá rautt. Hef það á tilfinningunni að hann hafi aðeins verið að reyna hjálpa okkur þarna

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei er ekki mjög hjátrúarfull

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já elska að horfa á handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: stærðfræði því miður

Vandræðalegasta augnablik: reif einu sinni stuttbuxur niðrum eina stelpu þegar ég var að keppa, það var alveg vel vandræðalegt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sóley til þess að halda uppi góðri stemningu með mér og Simmu og Hildi fyrir góða rökhugsun og til þess að koma okkur af eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er það tapsár að ég var sett í spilabann hjá fjölskyldunni í nokkur ár, er nýfarin að mega spila með þeim aftur

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: er búin að æfa með Andreu og Jelenu lengi núna en þær koma mér samt á óvart á hverjum degi með þvílíkum kjúllastælum og gelgjulátum

Hverju laugstu síðast: ég lýg aldrei

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: mér finnst upphitun alltaf drepleiðinleg

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: finnst eins og ég ætti að koma með eitthvað geggjað svar við þessari spurningu en dettur bara ekkert í hug
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner