West Ham er með augastað á danska framherjanum Rasmus Höjlund fyrir sumarið ef félaginu tekst ekki að kaupa Evan Ferguson frá Brighton.
Þetta herma heimildir TEAMtalk.
Þetta herma heimildir TEAMtalk.
Það eru breytingar í gangi hjá West Ham en félagið vill lækka meðalaldurinn í liðinu sínu.
Félagið fékk Evan Ferguson á láni í janúar og gæti reynt að kaupa hann í sumar, en Höjlund er annað nafn sem er á lista hjá félaginu.
Höjlund var keyptur til Manchester United frá Atalanta fyrir 72 milljónir punda sumarið 2023 en hefur ekki staðist væntingar á Old Trafford.
Man Utd gæti íhugað að selja hann í sumar en Rúben Amorim, stjóri liðsins, er ekki sagður sannfærður um danska sóknarmanninn.
West Ham gæti komið þar inn í myndina en 40 milljónir punda gætu verið nóg fyrir Höjlund.
Athugasemdir