Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   fim 06. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Miðasölu fyrir EM lýkur eftir helgi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A-landslið kvenna tekur þátt á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss í júlí og lýkur miðasölu fyrir stuðningsfólk íslenska landsliðsins á mánudaginn.

Það eru enn örfáir miðar lausir á stuðningsmannasvæði Íslands en hátt í 5000 miðar hafa nú þegar verið seldir til stuðningsfólks.

Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA og geta allir skráðir sem 'Fan of Iceland' keypt miða á íslensku leikina.

Allir þeir miðar sem verða eftir þegar miðasölunni er lokað á mánudaginn munu fara í almenna miðasölu sem verður opin öllum.

Sú miðasala fer einnig fram í gegnum miðasöluvef UEFA en hefst ekki fyrr en mánudaginn 17. febrúar.

Þar verður hægt að kaupa miða á hvaða staka leik sem er í riðlakeppninni meðan þeir endast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner