Íslenska kvennalandsliðið mun mæta Serbíu ytra þann 27. júní í undirbúningsleik fyrir EM í Sviss 2025.
Leikurinn fer fram á æfingasvæði serbneska fótboltasambandsins fimm dögum fyrir fyrsta leik á EM. Ísland og Serbía mættust á sama velli í umspili Þjóðadeildarinnar í febrúar í fyrra. Leikurinn í Serbíu endaði 1-1, en Ísland vann seinni leikinn 2-1 á Kópavogsvelli.
Þetta verður í níunda sinn sem liðin mætast. Ísland hefur unnið sjö leiki og einn hefur endað með jafntefli.
Leikurinn fer fram á æfingasvæði serbneska fótboltasambandsins fimm dögum fyrir fyrsta leik á EM. Ísland og Serbía mættust á sama velli í umspili Þjóðadeildarinnar í febrúar í fyrra. Leikurinn í Serbíu endaði 1-1, en Ísland vann seinni leikinn 2-1 á Kópavogsvelli.
Þetta verður í níunda sinn sem liðin mætast. Ísland hefur unnið sjö leiki og einn hefur endað með jafntefli.
Íslenska liðið ætti að geta gert góða hluti á EM, það hefur verið góður stígandi í liðinu, lykilmenn eru á kjöraldri og markmiðið að toppa í Sviss. Ísland er með heimakonum í Sviss í riðli, ásamt Finnlandi og Noregi. Íslenska liðið er efst á heimslistanum af liðum riðilsins. Riðillinn hjá stelpunum okkar verður spilaður í Thun og Bern 2. - 10. júlí.
Athugasemdir