mán 06. júní 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea ekki með eiginleikana sem Enrique leitast eftir
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: EPA
Markvörðurinn David de Gea var valinn leikmaður ársins af leikmönnum Manchester United á tímabilinu sem var að klárast fyrir stuttu.

De Gea, sem er 31 árs, var valinn maður leiksins sjö sinnum á tímabilinu sem er jafnoft og Cristiano Ronaldo. Sá spænski var þá valinn leikmaður mánaðarins í nóvember, desember og janúar.

Samt sem áður kemst hann ekki í spænska landsliðið.

Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, valdi frekar Unai Simon, David Raya og Robert Sanchez í hóp sinn. Þegar hann var spurður af fréttamönnum af hverju De Gea væri ekki í hópnum, þá svaraði Enrique:

„Markvörður á að hefja spilið og hann á að vera sterkur í því að grípa boltann úr loftinu þegar hann þarf þess. Ég þarf markvörð sem skapar frið fyrir mig... það þýðir ekki að það verði engin mistök gerð, mistök eru hluti af fótbolta."

De Gea er frábær í því að verja skot, en þykir ekki góður á boltanum né í því að taka mikið til sín í teignum; hann er ekki mikill nútímamarkvörður þannig séð og er ekki með þá eiginleika sem Enrique er að leitast eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner