Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 06. júní 2024 12:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki fengið neitt tilboð frá Blikum - „Mun ekki bíða mikið lengur"
'Ég hef ekki fengið neitt samningstilboð frá Breiðabliki sem mér finnst rosalega skrítið'
'Ég hef ekki fengið neitt samningstilboð frá Breiðabliki sem mér finnst rosalega skrítið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta var tilboð sem sennilega kemur aldrei aftur, vonandi samt'
'Þetta var tilboð sem sennilega kemur aldrei aftur, vonandi samt'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég þarf líka að hugsa um framtíðina mína, maður getur ekki alltaf verið að hugsa um klúbbinn'
'Ég þarf líka að hugsa um framtíðina mína, maður getur ekki alltaf verið að hugsa um klúbbinn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég held að ég hafi aldrei fengið jafnmörg mörk á mig á ferlinum og í fyrra'
'Ég held að ég hafi aldrei fengið jafnmörg mörk á mig á ferlinum og í fyrra'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic er lykilmaður í liði Breiðabliks. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2014. Damir er 34 ára miðvörður sem hefur með frammistöðu sinni á síðustu árum með Breiðabliki náð að spila sex landsleiki fyrir Ísland.

Það vekur athygli að tólf leikmenn í hópnum hjá Breiðabliki verða samningslausir eftir tímabilið. Fótbolti.net ræddi við Damir um byrjunina á tímabilinu og framtíðina.

Tilfinningin er að leikur Breiðabliks hafi til þessa á tímabilinu meira snúist um að ná í úrslit frekar en frábærar frammistöðu. Er Damir sammála því?

„Já, ég get alveg verið sammála því. Í byrjun móts snýst þetta yfirleitt um það að ná í góð úrslit, safna stigum. Það komu tveir leikir þar sem við töpuðum á móti Víkingi og Val. Leikurinn á móti Víkingi var ekki góður, alls ekki, og frammistaðan á móti Val var fín, en úrslitin ekki. Eftir Valsleikinn hefur þetta bara verið upp á við og frammistaðan hefur verið nokkuð góð."

Var gott að fá Víking aftur í síðustu viku og kannski svara fyrir fyrri leikinn?

„Jú, það var mjög gott. Eins og ég sagði í viðtali eftir leik þá væri maður til í að spila þessa leiki á þriggja daga fresti. Þetta hafa verið stærstu leikirnir í deildinni og verða það vonandi á næstu árum líka. Það er leiðinlegt að það er langt í næsta leik á móti þeim."

Aldrei fengið fleiri mörk á sig
Hvað finnst Damir hafa breyst undir stjóra nýs þjálfara?

„Við erum búnir að leggja meiri áherslu á varnarleikinn, bæði við sem erum aftast og þeir sem eru þar fyrir framan, meiri áhersla lögð á að verja markið okkar. Það hefur kannski sést í síðustu leikjum. Við erum að fá á okkur færri mörk í ár."

„Ég held að ég hafi aldrei fengið jafnmörg mörk á mig á ferlinum og í fyrra. Við þurftum að skoða þetta, tala um þetta, það lagast ekkert nema rætt sé um hlutina."


Var einhver tímapunktur í fyrra þar sem þú hugsaðir að þið væruð búnir að fá nóg af mörkum á ykkur, liðið þyrfti aðeins að falla neðar?

„Já já, það var nokkrum sinnum í fyrra sem maður hugsaði það. Einhvern veginn spiluðum við ekkert þannig leikkerfi að við værum mikið að hugsa um varnarleikinn. Það fór eins og það fór. Það kannski sást á tölfræðinni hversu lélegir varnarlega við vorum í fyrra."

Damir er þokkalega sáttur með stöðuna.

„Svona eftir á er þetta bara fínt. Við munum elta Víkingana eins lengi og við getum. Persónulega hefði maður vilja vera með 3-5 stig í viðbót."

„Get alveg viðurkennt að það var fullt af peningum í boði"
Damir á innan við ár eftir af samningi sínum, núgildandi samningur rennur út í lok árs.

Var einhver spurning í vetur hvort þú yrðir hjá Breiðabliki á þessum tímabili?

„Ég vildi vera áfram eftir síðasta tímabil. Fljótlega eftir áramót kom tilboð að fara til Malasíu sem ég var alvarlega að hugsa um að taka. Síðan bara gekk það ekki upp. Fyrir utan það var engin spurning hvort ég yrði áfram eða ekki."

„Þetta félag tók einhvern annan varnarmann, held frá Ástralíu. Þetta var tilboð sem sennilega kemur aldrei aftur, vonandi samt,"
sagði Damir og hló. „En ég býst ekki við því. Ég get alveg viðurkennt að það var fullt af peningum í boði."

Aldrei verið í þessari stöðu áður hjá félaginu
Hvernig líður þér með stöðuna að vera á samningsári?

„Þetta er skrítin tilfinning. Ég hef aldrei verið í þessari stöðu áður hjá klúbbnum. Þetta er sérstakt."

„Nei, það eru engar viðræður í gangi. Ég hef ekki fengið neitt samningstilboð frá Breiðabliki sem mér finnst rosalega skrítið. Ég veit ekki alveg eftir hverju félagið er að bíða. Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera hér áfram, klára ferilinn hér. Miðað við frammistöðu mína og hvernig mér líður í skrokknum, þá veit ég ekki alveg eftir hverju klúbburinn er að bíða. Ég sennilega mun ekki bíða mikið lengur eftir þeim. Boltinn er hjá þeim. Ég þarf líka að hugsa um framtíðina mína, maður getur ekki alltaf verið að hugsa um klúbbinn,"
sagði Damir.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner