Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
   lau 13. apríl 2024 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir um risatilboð frá Malasíu: Kemur þér ekkert við
'Hann er ekkert eðlilega glaður inn í klefa að hafa fengið tíu mínútur hérna'
'Hann er ekkert eðlilega glaður inn í klefa að hafa fengið tíu mínútur hérna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hausinn minn var alls ekki kominn þangað þó að það hefði alveg verið spennandi að prófa að fara þangað.
Hausinn minn var alls ekki kominn þangað þó að það hefði alveg verið spennandi að prófa að fara þangað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búinn að sýna það á æfingum hjá okkur að hann á skilið að spila
Búinn að sýna það á æfingum hjá okkur að hann á skilið að spila
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
„Mér fannst þetta fagmannleg frammistaða í dag, vorum helvíti hægir í byrjun og fannst við geta gert þetta betur í fyrri hálfleik en við komum grimmir út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Vestra í dag.

Staðan í hálfleik var jöfn en Breiðablik skoraði svo fjögur mörk í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

Benedikt Warén, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var kannski sá líklegasti hjá Vestra til að skapa eitthvað fram á við. „Benó er frábær leikmaður og við vissum það fyrir leikinn. Hann er ungur og er búinn að spila fullorðinsfótbolta lengi. Það var komið að því að hann springi út líka."

Blikar voru ekki pirraðir í hálfleik „en við vorum sammála um að við ættum inni 2-3 gíra í viðbót og ákváðum að gefa í byrjun seinni hálfleiks og náum að skora."

Kom það Damir á óvart hversu náðugt Blikarnir höfðu það aftast á vellinum, hversu lítil ógn Vestra var?

„Nei, það kemur mér ekki á óvart. Við erum búnir að vinna í þessum hlutum og við ætlum að spila góða vörn í sumar miðað við hvernig þetta var árið áður."

Ekkert eðlilega glaður inni í klefa
Patrik Johannesen sneri aftur á völlinn eftir krossbandsslit. „Það var geggjað, hann er búinn að bíða eftir þessu tækifæri lengi núna og hann er ekkert eðlilega glaður inn í klefa að hafa fengið tíu mínútur hérna," sagði Damir sem hótaði að segja eitthvað meira um Patrik en hætti við.

Búinn að sýna að hann á skilið að spila
Dagur Fjeldsted skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum. „Þessi gæi er geggjaður, ekkert eðlilega góður, ungur og efnilegur og er búinn að sýna það á æfingum hjá okkur að hann á skilið að spila."

Fékk tilboð frá Malasíu
Fyrir leik var fjallað um Damir hefði farið til Serbíu í aðdraganda leiksins.

„Það var aldrei spurning um að ég myndi spila. Ég fór út á þriðjudaginn, fór að jarða ömmu mína og kom heim í fyrradag."

Í hlaðvarpsþættinum Gula spjaldið í gær fjallaði Albert Brynjar Ingason um áhuga frá Malasíu á Damir. Albert sagði að Damir hefði fengið tilboð þaðan.

„Ég get alveg verið hreinskilinn og það er eitthvað til í þessu, en þetta er ekki að fara gerast. Hausinn minn var alls ekki kominn þangað þó að það hefði alveg verið spennandi að prófa að fara þangað. Það var alveg peningur í boði."

Albert sagði að Damir gæti fengið um 30 milljónir fyrir tíu mánaða samning. Eru það réttar tölur?

„Það kemur þér bara ekkert við," sagði Damir léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner