Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Raphinha í plönum Flick en gæti farið til Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Félög í Sádi-Arabíu hafa áhuga á því að fá Raphinha, vængmann Barcelona, í sínar raðir. Það er Sky í Þýskalandi sem fjallar um þetta.

Hansi Flick, nýr stjóri Barcelona, vill hins vegar halda Raphinha innan raða félagsins. Brasilíumaðurinn á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og Flick er með hann í sínum áformum.

Raphinha mun í sumar sjálfur taka ákvörðun um sína framtíð.

Hann er 27 ára og var keyptur til Barcelona frá Leeds sumarið 2022. Hann er brasilískur landsliðsmaður og hefur skorað 20 mörk í 87 leikjum fyrir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner