Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 06. júlí 2020 20:02
Aksentije Milisic
Þurfti að aðskilja Son og Lloris í hálfleik
Nú er í gangi leikur Tottenham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en heimamenn leiða leikinn 1-0 með marki frá Giovani Lo Celso.

Þegar leikmenn voru að ganga til búningsherbergja þá rifust Hugo Lloris og Heung-Min Son, leikmenn Tottenham, kröftulega.

Samherjar þeirra þurftu að stíga inn á milli þeirra og aðskilja þá en Lloris ýtti til Son sem reyndi að svara fyrir sig áður en Lo Celso og fleiri leikmenn Tottenham náðu að toga þá í burtu.

Áhugavert svo ekki sé meira sagt en ekki er enn vitað hvað það er sem orsakaði þessa hegðun hjá þeim. Atvikið má sjá með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner