Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 06. júlí 2020 20:02
Aksentije Milisic
Þurfti að aðskilja Son og Lloris í hálfleik
Nú er í gangi leikur Tottenham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en heimamenn leiða leikinn 1-0 með marki frá Giovani Lo Celso.

Þegar leikmenn voru að ganga til búningsherbergja þá rifust Hugo Lloris og Heung-Min Son, leikmenn Tottenham, kröftulega.

Samherjar þeirra þurftu að stíga inn á milli þeirra og aðskilja þá en Lloris ýtti til Son sem reyndi að svara fyrir sig áður en Lo Celso og fleiri leikmenn Tottenham náðu að toga þá í burtu.

Áhugavert svo ekki sé meira sagt en ekki er enn vitað hvað það er sem orsakaði þessa hegðun hjá þeim. Atvikið má sjá með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner