Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 06. júlí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brighton kaupir leikmann á metfé (Staðfest)
Enock
Enock
Mynd: EPA
Brighton hefur fest kaup á Enock Mwepu frá Red Bull Salzburg. Kaupverðið er opinberlega óuppgefið en er þó talið vera ríflega 23 milljónir evra sem er hæsta upphæð sem Brighton hefur greitt fyrir leikmann.

Fyrir voru Adam Webster og Neal Maupay dýrastir í sögu félagsins en þeir kostuðu 20 milljónir punda.

Enock er 23 ára miðjumaður sem hefur verið hjá Salzburg frá árinu 2017.

Hann er fæddur í Sambíu og á að baki sextán A-landsleiki fyrir þjóð sína.

Mwepu er fyrsti leikmaðurinn sem Brighton kaupir í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner