Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 10. maí 2024 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Lengjudeildin
Halldór, Baldvin og Júlíus saman í leikslok að fagna sigrinum.
Halldór, Baldvin og Júlíus saman í leikslok að fagna sigrinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór í markinu í leiknum á undan.
Halldór í markinu í leiknum á undan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fyssi Kalli.
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fyssi Kalli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þrjú stig og clean sheet, maður getur ekki beðið um meira. 1-0 er besti sigurinn. Við erum að byrja þetta sterkt, komnir með sex stig," sagði Halldór Snær Georgsson, markvörður Fjölnis, í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

Það vekur athygli að Dóri, eins og hann er oftast kallaður, fékk kallið þegar komið var inn í mótið 2024 og hefur byrjað í markinu. Á bekknum er Sigurjón Daði Harðarson sem hefur varið mark Fjölnis síðustu tímabil.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Leiknir R.

„Ég er búinn að vera í samkeppni, fékk mikið að spila á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. Ég bjóst kannski við því að fá að spila - bjóst við að fá bikarleikina og er svo að spila núna. Tilfinningin var mjög góð. Ég var spenntur að sjá hvernig þetta myndi þróast allt, vissi ekkert hvað maður var að fara út í."

Halldór er tvítugur markvörður, uppalinn í Fjölni og hefur verið í yngri landsliðunum. Hvernig var að vera á bekknum í fyrra?

„Maður var bara duglegur að æfa sig aukalega, það skilar sér alltaf að mæta fyrr og mæta aukalega. Ég vissi að aukaæfingin myndi skila mér og hún er að skila sér núna."

„Sigurjón er frábær markmaður líka og við erum góðir félagar. Ég studdi við hann þegar hann var að spila og hann styður við mig núna þegar ég er að spila. Allt gott á milli okkar."


Það eru þrír ungir aftast hjá Fjölni. Dóri í markinu og fyrir framan eru þeir Júlíus Mar Júlíusson og Baldvin Þór Berndsen. „Svo er Fyssi (Guðmundur Karl) fyrir framan að stýra miðjunni, geðveikt að fá þrjú stig."

Þrír öftustu eru allir fæddir 2004. „Við erum þrír bestu vinir, erum alltaf vel peppaðir fyrir leiki og æfingar. Geggja að vera spila með þessum gaurum."

Fúsi þjálfari Leiknis, var ekki kátur með að Dóri hafi getað sett boltann upp í loftið í lok leiks án þess að fá neina refsingu fyrir. Dóri greip fyrirgjöf á fimmtu mínútu uppbótartíma og átti í kjölfarið sitt eina spark sem endaði uppi í loftinu á Egilshöllinni. Í kjölfarið þurfti dómarakast og Fjölnir skilaði svo boltanum til baka á Leiknismenn. Var þetta viljandi leiktöf?

„Nei, þetta var ekki viljandi. Ég var ekki að reyna það, ætlaði bara að hamra boltanum einhvert lengst í burtu en hann fór upp í loftið. Fyssi hefði mátt sparka boltanum út í hornið, hann gaf markmanninum þeirra strax boltann og þeim strax nýja sókn. Fyssi er alltof heiðarlegur stundum, þarna hefði ég viljað bomba boltanum út í horn og flauta af," sagði Dóri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner