Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
   fös 10. maí 2024 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Lengjudeildin
Halldór, Baldvin og Júlíus saman í leikslok að fagna sigrinum.
Halldór, Baldvin og Júlíus saman í leikslok að fagna sigrinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór í markinu í leiknum á undan.
Halldór í markinu í leiknum á undan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fyssi Kalli.
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fyssi Kalli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þrjú stig og clean sheet, maður getur ekki beðið um meira. 1-0 er besti sigurinn. Við erum að byrja þetta sterkt, komnir með sex stig," sagði Halldór Snær Georgsson, markvörður Fjölnis, í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

Það vekur athygli að Dóri, eins og hann er oftast kallaður, fékk kallið þegar komið var inn í mótið 2024 og hefur byrjað í markinu. Á bekknum er Sigurjón Daði Harðarson sem hefur varið mark Fjölnis síðustu tímabil.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Leiknir R.

„Ég er búinn að vera í samkeppni, fékk mikið að spila á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. Ég bjóst kannski við því að fá að spila - bjóst við að fá bikarleikina og er svo að spila núna. Tilfinningin var mjög góð. Ég var spenntur að sjá hvernig þetta myndi þróast allt, vissi ekkert hvað maður var að fara út í."

Halldór er tvítugur markvörður, uppalinn í Fjölni og hefur verið í yngri landsliðunum. Hvernig var að vera á bekknum í fyrra?

„Maður var bara duglegur að æfa sig aukalega, það skilar sér alltaf að mæta fyrr og mæta aukalega. Ég vissi að aukaæfingin myndi skila mér og hún er að skila sér núna."

„Sigurjón er frábær markmaður líka og við erum góðir félagar. Ég studdi við hann þegar hann var að spila og hann styður við mig núna þegar ég er að spila. Allt gott á milli okkar."


Það eru þrír ungir aftast hjá Fjölni. Dóri í markinu og fyrir framan eru þeir Júlíus Mar Júlíusson og Baldvin Þór Berndsen. „Svo er Fyssi (Guðmundur Karl) fyrir framan að stýra miðjunni, geðveikt að fá þrjú stig."

Þrír öftustu eru allir fæddir 2004. „Við erum þrír bestu vinir, erum alltaf vel peppaðir fyrir leiki og æfingar. Geggja að vera spila með þessum gaurum."

Fúsi þjálfari Leiknis, var ekki kátur með að Dóri hafi getað sett boltann upp í loftið í lok leiks án þess að fá neina refsingu fyrir. Dóri greip fyrirgjöf á fimmtu mínútu uppbótartíma og átti í kjölfarið sitt eina spark sem endaði uppi í loftinu á Egilshöllinni. Í kjölfarið þurfti dómarakast og Fjölnir skilaði svo boltanum til baka á Leiknismenn. Var þetta viljandi leiktöf?

„Nei, þetta var ekki viljandi. Ég var ekki að reyna það, ætlaði bara að hamra boltanum einhvert lengst í burtu en hann fór upp í loftið. Fyssi hefði mátt sparka boltanum út í hornið, hann gaf markmanninum þeirra strax boltann og þeim strax nýja sókn. Fyssi er alltof heiðarlegur stundum, þarna hefði ég viljað bomba boltanum út í horn og flauta af," sagði Dóri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner