Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   fös 10. maí 2024 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Lengjudeildin
Halldór, Baldvin og Júlíus saman í leikslok að fagna sigrinum.
Halldór, Baldvin og Júlíus saman í leikslok að fagna sigrinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór í markinu í leiknum á undan.
Halldór í markinu í leiknum á undan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fyssi Kalli.
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fyssi Kalli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þrjú stig og clean sheet, maður getur ekki beðið um meira. 1-0 er besti sigurinn. Við erum að byrja þetta sterkt, komnir með sex stig," sagði Halldór Snær Georgsson, markvörður Fjölnis, í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

Það vekur athygli að Dóri, eins og hann er oftast kallaður, fékk kallið þegar komið var inn í mótið 2024 og hefur byrjað í markinu. Á bekknum er Sigurjón Daði Harðarson sem hefur varið mark Fjölnis síðustu tímabil.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Leiknir R.

„Ég er búinn að vera í samkeppni, fékk mikið að spila á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. Ég bjóst kannski við því að fá að spila - bjóst við að fá bikarleikina og er svo að spila núna. Tilfinningin var mjög góð. Ég var spenntur að sjá hvernig þetta myndi þróast allt, vissi ekkert hvað maður var að fara út í."

Halldór er tvítugur markvörður, uppalinn í Fjölni og hefur verið í yngri landsliðunum. Hvernig var að vera á bekknum í fyrra?

„Maður var bara duglegur að æfa sig aukalega, það skilar sér alltaf að mæta fyrr og mæta aukalega. Ég vissi að aukaæfingin myndi skila mér og hún er að skila sér núna."

„Sigurjón er frábær markmaður líka og við erum góðir félagar. Ég studdi við hann þegar hann var að spila og hann styður við mig núna þegar ég er að spila. Allt gott á milli okkar."


Það eru þrír ungir aftast hjá Fjölni. Dóri í markinu og fyrir framan eru þeir Júlíus Mar Júlíusson og Baldvin Þór Berndsen. „Svo er Fyssi (Guðmundur Karl) fyrir framan að stýra miðjunni, geðveikt að fá þrjú stig."

Þrír öftustu eru allir fæddir 2004. „Við erum þrír bestu vinir, erum alltaf vel peppaðir fyrir leiki og æfingar. Geggja að vera spila með þessum gaurum."

Fúsi þjálfari Leiknis, var ekki kátur með að Dóri hafi getað sett boltann upp í loftið í lok leiks án þess að fá neina refsingu fyrir. Dóri greip fyrirgjöf á fimmtu mínútu uppbótartíma og átti í kjölfarið sitt eina spark sem endaði uppi í loftinu á Egilshöllinni. Í kjölfarið þurfti dómarakast og Fjölnir skilaði svo boltanum til baka á Leiknismenn. Var þetta viljandi leiktöf?

„Nei, þetta var ekki viljandi. Ég var ekki að reyna það, ætlaði bara að hamra boltanum einhvert lengst í burtu en hann fór upp í loftið. Fyssi hefði mátt sparka boltanum út í hornið, hann gaf markmanninum þeirra strax boltann og þeim strax nýja sókn. Fyssi er alltof heiðarlegur stundum, þarna hefði ég viljað bomba boltanum út í horn og flauta af," sagði Dóri að lokum.
Athugasemdir
banner