Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fös 10. maí 2024 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Lengjudeildin
Halldór, Baldvin og Júlíus saman í leikslok að fagna sigrinum.
Halldór, Baldvin og Júlíus saman í leikslok að fagna sigrinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór í markinu í leiknum á undan.
Halldór í markinu í leiknum á undan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fyssi Kalli.
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fyssi Kalli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þrjú stig og clean sheet, maður getur ekki beðið um meira. 1-0 er besti sigurinn. Við erum að byrja þetta sterkt, komnir með sex stig," sagði Halldór Snær Georgsson, markvörður Fjölnis, í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

Það vekur athygli að Dóri, eins og hann er oftast kallaður, fékk kallið þegar komið var inn í mótið 2024 og hefur byrjað í markinu. Á bekknum er Sigurjón Daði Harðarson sem hefur varið mark Fjölnis síðustu tímabil.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Leiknir R.

„Ég er búinn að vera í samkeppni, fékk mikið að spila á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. Ég bjóst kannski við því að fá að spila - bjóst við að fá bikarleikina og er svo að spila núna. Tilfinningin var mjög góð. Ég var spenntur að sjá hvernig þetta myndi þróast allt, vissi ekkert hvað maður var að fara út í."

Halldór er tvítugur markvörður, uppalinn í Fjölni og hefur verið í yngri landsliðunum. Hvernig var að vera á bekknum í fyrra?

„Maður var bara duglegur að æfa sig aukalega, það skilar sér alltaf að mæta fyrr og mæta aukalega. Ég vissi að aukaæfingin myndi skila mér og hún er að skila sér núna."

„Sigurjón er frábær markmaður líka og við erum góðir félagar. Ég studdi við hann þegar hann var að spila og hann styður við mig núna þegar ég er að spila. Allt gott á milli okkar."


Það eru þrír ungir aftast hjá Fjölni. Dóri í markinu og fyrir framan eru þeir Júlíus Mar Júlíusson og Baldvin Þór Berndsen. „Svo er Fyssi (Guðmundur Karl) fyrir framan að stýra miðjunni, geðveikt að fá þrjú stig."

Þrír öftustu eru allir fæddir 2004. „Við erum þrír bestu vinir, erum alltaf vel peppaðir fyrir leiki og æfingar. Geggja að vera spila með þessum gaurum."

Fúsi þjálfari Leiknis, var ekki kátur með að Dóri hafi getað sett boltann upp í loftið í lok leiks án þess að fá neina refsingu fyrir. Dóri greip fyrirgjöf á fimmtu mínútu uppbótartíma og átti í kjölfarið sitt eina spark sem endaði uppi í loftinu á Egilshöllinni. Í kjölfarið þurfti dómarakast og Fjölnir skilaði svo boltanum til baka á Leiknismenn. Var þetta viljandi leiktöf?

„Nei, þetta var ekki viljandi. Ég var ekki að reyna það, ætlaði bara að hamra boltanum einhvert lengst í burtu en hann fór upp í loftið. Fyssi hefði mátt sparka boltanum út í hornið, hann gaf markmanninum þeirra strax boltann og þeim strax nýja sókn. Fyssi er alltof heiðarlegur stundum, þarna hefði ég viljað bomba boltanum út í horn og flauta af," sagði Dóri að lokum.
Athugasemdir
banner