Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. júlí 2021 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guendouzi í Marseille (Staðfest)
Matteo Guendouzi.
Matteo Guendouzi.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Matteo Guendouzi hefur yfirgefið herbúðir Arsenal og er genginn í raðir Marseille í heimalandi sínu, Frakklandi.

Marseille fær hann á láni út tímabilið og þarf svo að kaupa hann næsta sumar ef leikmaðurinn uppfyllir ákveðin skilyrði í lánssamningnum.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er ekki hrifinn af leikmanninum og lánaði hann til Hertha Berlín á síðustu leiktíð. Guendouzi fer á láni til Marseille núna.

Guendouzi, sem er 22 ára gamall, kom til Arsenal frá Lorient árið 2018.

Varnarmaðurinn William Saliba gæti einnig verið á förum til Marseille frá Arsenal á láni.
Athugasemdir
banner
banner