Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. júlí 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Hver á að byrja í níunni? - Berglind, Elín eða Svava?
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir EM
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava Rós er öflugur kostur.
Svava Rós er öflugur kostur.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það styttist í Evrópumótið þar sem íslenska landsliðið verður í eldlínunni. Við fengum nokkra vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast landsliðinu okkar.

Við höldum áfram að birta þessar spurningar og svör sérfræðinganna við þeim. Núna er spurningin: Hver á að byrja í níunni?

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss
Ég er hrifnust af Elínu Mettu í þessari stöðu og myndi byrja henni. En hún hefur aftur á móti verið að koma til baka eftir meiðsli þannig að ég er nokkuð viss um að Berglind Björg muni byrja í níunni. Steini hefur líka þjálfað hana í Breiðablik og þekkir hana vel þannig að ég held að hún sé hans fyrsta val.

Eiður Ben Eiríksson, þjálfari
Fer aðallega gegn hvaða liði við erum að spila, ég gæti trúað því að Berglind spili mest eða í kringum 50-60% tímans. Elín og Svava munu síðan leysa hana af hólmi gegn Belgíu og Ítalíu. Eitthvað segir mér þó að Svava byrji leikinn gegn Frakklandi.

Eva Björk Ben, RÚV
Berglind Björg náði ágætis takti fyrir meiðslin og ég held að hún sé fyrsta val hjá Steina því þær þurfa líka stöðugleikann. En ef Elín Metta er í góðu standi þá tekst henni alltaf að skora.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður
Þetta er stærsta spurningamerkið að mínu mati. Í dag myndi ég velja Berglindi, en það fer síðan eftir forminu á æfingum.

Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari
Ég tel að Berglind Björg byrji þetta mót í níunni. Hún virðist hafa náð sér af meiðslum og byrjaði æfingaleikinn á móti Póllandi og skoraði mark sem er mjög mikilvægt fyrir hana. Mörk gefa framherjum sjálfstraust og ég vona að Berglind verði í stuði í þessu móti.

Ingunn Haraldsdóttir, KR
Ólíkindatólið Elín Metta ,eins og Steini orðaði það, er að fara á sitt þriðja stórmót. Hún veit nákvæmlega hvað þetta gengur út á og ef það er eitthvað sem hún elskar meira en að skora þá er það að troða sokkum. Henni líður alltaf vel í bláu treyjunni og er sterkasti kosturinn í níuna.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Berglind sýnist mér byrja í níunni. Ég geri ég ráð fyrir að það verði mikil rótering á leikmönnum í þessari stöðu, byrjunar nían tekin snemma út af í leikjum og svo skipt um þá sem byrjar á milli leikja.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar
Ég held að Berglind og Svava muni skipta þessu mikið sín á milli.

Orri Rafn Sigurðarson, fréttamaður
Berglind Björg virðist vera nía númer eitt hjá Steina og ég er sammála honum þar. BBÞ á að byrja í níunni. Ef við náum að trekkja hana í gang er hún algjör markamaskína og hefur sannað það að hún getur skorað alls staðar og gegn öllum.

Sandra María Jessen, Þór/KA
Nían er sennilega stærsta spurningamerkið okkar fyrir mótið. Gæðin hennar Elínar er ekki hægt að taka úr myndinni, en bæði Svava og Berglind hafa verið svakalega sterkar hjá sínu liði í Noregi og í síðustu leikjum hjá landsliðinu. Ef ég myndi stjórna liðinu, myndi ég stilla Berglindi upp í níunni; mikill markaskorari og pjúra striker.

Sjá einnig:
Hvaða þrír leikmenn eru mikilvægastir í okkar liði?
Hver er líklegust til að svindla í spilum?
Hefur þú trú á Steina sem landsliðsþjálfara?
Hverjar færu með á eyðieyjuna?
Hvaða erlenda leikmann værir þú til í að sjá í íslenska liðinu?

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner