Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. ágúst 2020 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Norrköping ekki unnið í síðustu þremur leikjum
Ísak Bergmann Jóhannesson er fastamaður hjá Norrköping
Ísak Bergmann Jóhannesson er fastamaður hjá Norrköping
Mynd: Norrköping
Ísak Bergmann Jóhannesson var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping er liðið tapaði fyrir Häcken, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Norrköping er án sigurs í síðustu þremur leikjum.

Ísak er búinn að festa sig í sessi í byrjunarliði Norrköping en hann lék allan leikinn í kvöld.

Hann hefur verið að spila vængbakvörð í 3-5-2 kerfinu. Hann spilaði það hlutverk í síðasta leik og var svo færður í það hlutverk í hálfleik í dag.

Norrköping tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum.

Liðið er nú þremur stigum á eftir toppliði Malmö eftir þrettán leiki.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í hópnum hjá AIK en hann hefur verið að glíma við meiðsli. AIK tapaði fyrir Elfsborg, 2-1, en liðið er í 12. sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner