Tindastóll og KFA eru búin að tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins eftir sigra sína gegn Kára og Augnabliki í leikjum kvöldsins.
Lestu um leikinn: Tindastóll 2 - 1 Kári
Tindastóll lenti undir snemma leiks á heimavelli gegn Kára þegar Þór Llorens Þórðarson kom boltanum í netið eftir slæm mistök í uppspili Stólanna.
Það var lítið um færi í fyrri hálfleik og var hart barist á öllum vígstöðum. Heimamenn jöfnuðu þó metin skömmu fyrir leikhlé, þegar Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson skoraði eftir afar góðan undirbúning frá Juan Domínguez.
Staðan var jöfn 1-1 í leikhlé og í síðari hálfleik hélst allt í járnum. Staðan var áfram jöfn svo grípa þurfti til framlengingar, þar sem Arnari Ólafssyni tókst að gera sigurmark í blálokin eftir sendingu frá Juan Domínguez.
Tindastóll 2 - 1 Kári
0-1 Þór Llorens Þórðarson ('23)
1-1 Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson ('45)
2-1 Arnar Ólafsson ('118)
Eggert Gunnþór Jónsson stýrði þá KFA í fyrsta sinn í dag þegar liðið heimsótti Augnablik og vann góðan 1-3 sigur.
Jacques Fokam Sandeu, Birkir Ingi Óskarsson og Eiður Orri Ragnarsson skoruðu mörkin í sigrinum.
KFA og Tindastóll eru því komin í undanúrslit ásamt Selfossi og Árbæ.
Augnablik 1 - 3 KFA
Mörk KFA:
Jacques Fokam Sandeu
Birkir Ingi Óskarsson
Eiður Orri Ragnarsson
Athugasemdir