Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 06. ágúst 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gallagher og Álvarez til Atlético: „Here we go!"
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn vinsæli Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á tvö félagaskpiti til Atlético Madrid.

Spænska stórveldið er að kaupa tvo leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni, þar sem Conor Gallagher er á leið frá Chelsea á sama tíma og Julián Álvarez kemur úr röðum Manchester City.

Atlético borgar um 45 milljónir evra fyrir Gallagher, sem er 24 ára gamall og gegndi mikilvægu hlutverki hjá Chelsea. Hann á 18 landsleiki að baki fyrir England og gerir fimm ára samning við Atléti.

Þá borgar Atlético í heildina tæplega 100 milljónir evra fyrir Álvarez, sem er einnig 24 ára gamall og gegndi mikilvægu hlutverki hjá Man City þrátt fyrir að vera aðallega varaskeifa fyrir Erling Haaland.

Atlético var búið að ná samkomulagi við Man City um kaupverð og tókst einnig að semja við Álvarez eftir erfiðar viðræður. Argentínski framherjinn gerir fimm ára samning við Atléti.

Gallagher fer í læknisskoðun á morgun en ekki er greint frá því hvenær læknisskoðun Álvarez mun fara fram. Hann er staddur með argentínska landsliðinu á Ólympíuleikunum sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner