PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Geggjað að fá Valgeir - „Mun smellpassa inn í okkar lið"
Icelandair
Spila saman í Þýskalandi í vetur.
Spila saman í Þýskalandi í vetur.
Mynd: Fortuna Düsseldorf
Valgeir á landsliðsæfingu í vikunni.
Valgeir á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson gekk í raðir þýska félagsins Fortuna Düsseldorf á gluggadeginum í síðustu viku. Valgeir var keyptur frá Häcken þar sem hann hafði verið í tæp fjögur ár.

Hjá Fortuna hittir hann fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson en hann og Valgeir eru liðsfélagar í íslenska landsliðinu. Ísak ræddi við Fótbolta.net á miðvikudag.

„Það er geðveikt, ég fann það strax þegar hann kom. Hann er ótrúlega skemmtilegur strákur og talar íslensku. Hann mun smellpassa inn í þetta lið, er ótrúlega fínn karakter og góður strákur."

„Geggjað að fá hann inn í hópinn. Hann er ótrúlega góður leikmaður, getur leyst hægri bakvörð, vinstri bakvörð og stundum hafsent. Ég held það sé geggjað fyrir okkur að fá hann inn, góð viðbót inn í góðan hóp. Mjög flott,"
segir Ísak sem dreymir um að spila í efstu deild í Þýsklalandi. Fortuna er sem stendur á toppi næstefstu deildar í Þýskalandi.

Íslenska liðið undirbýr sig núna fyrir leik gegn Svartfjallalandi sem hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner