Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 30. ágúst 2024 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valgeir Lunddal orðinn leikmaður Fortuna Dusseldorf (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valgeir Lunddal Friðriksson er genginn til liðs við þýska félagið Fortuna Dusseldorf frá Hacken í Svíþjóð.


Fjallað hefur verið um að kaupverðið sé um 300 þúsund evrur.

Valgeir eru 22 ára gamall landsliðsmaður en hann hefur verið að kljást við smávægileg meeiðsli en er allur að koma til.

Fortuna spilar í þýsku B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð. Ísak Bergmann Jóhannesson er leikmaður liðsins.

Hann mun nú ferðast til Íslands þar sem hann mun koma til móts við íslenska landsliðið en liðið spilar gegn Svartfjallalandi heima og Tyrklandi ytra í Þjóðadeildinni á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner