Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 04. september 2024 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Ótrúlega ánægður að vera áfram í Düsseldorf
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í gær
Á landsliðsæfingu í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf jafngaman að koma og spila fótbolta með bestu vinum sínum. Ég er ótrúlega spenntur fyrir landsleikjunum núna. Þetta er nýtt upphaf," sagði landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland byrjar á föstudaginn nýja Þjóðadeild þegar Svartfellingar koma í heimsókn á Laugardalsvöll.

„Mér finnst við vera með ótrúlega gott lið og það eru gríðarleg gæði í hópnum. Við ætlum að láta vaða á móti Svartfellingum."

Ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór
Ísak var í sumar keyptur til Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið afar vel á láni með liðinu á síðustu leiktíð.

„Ég er ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór. Það var svekkjandi með lokin á síðasta tímabili þar sem við vorum vítaspyrnu frá því að komast upp í Bundesliguna. Ég er lykilmaður þarna og er að spila allar mínútur. Mér líður ótrúlega vel þarna," segir Ísak Bergmann.

„Það er það mikilvægasta fyrir mig sem ungan leikmann að vera að spila reglulega, og líka upp á landsliðið að gera. Það gefur mér enn meiri séns á að byrja leiki hér. Það er mjög flott."

Düsseldorf virkjaði klásúlu í lánssamningi Ísaks til að kaupa hann nokkrum dögum áður en hún átti að renna út.

„Þeir töluðu um það mjög snemma að þeir ætluðu að gera það ef þeir ættu pening. Ég var gríðarlega sáttur með það að enda þarna. Þetta er eitt besta skref sem ég hef persónulega hef tekið," segir Ísak.

„Fram að 15. júní hugsaði ég bara um Düsseldorf en ég veit ekki hvernig þetta hefði verið ef það hefði farið yfir þann dag. Ég var ótrúlega ánægður að þetta var niðurstaðan. Við höfum byrjað tímabilið vel og erum efstir. Við erum á góðum stað. Ég spila flestar mínútur og er að spila aðeins neðar á vellinum núna, í tvöfaldri sexu. Það er eins og landsliðið spilar og það hjálpar mér mjög mikið; að læra varnarleikinn og staðsetningarnar. Eins og Jói (Berg) og Arnór (Ingvi) hafa verið að gera gríðarlega vel. Ég fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu. Mig langar að bæta mig sem varnarmaður og geta tekið yfir þetta þegar Jói og Arnór eru hættir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner