Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 04. september 2024 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Ótrúlega ánægður að vera áfram í Düsseldorf
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í gær
Á landsliðsæfingu í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf jafngaman að koma og spila fótbolta með bestu vinum sínum. Ég er ótrúlega spenntur fyrir landsleikjunum núna. Þetta er nýtt upphaf," sagði landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland byrjar á föstudaginn nýja Þjóðadeild þegar Svartfellingar koma í heimsókn á Laugardalsvöll.

„Mér finnst við vera með ótrúlega gott lið og það eru gríðarleg gæði í hópnum. Við ætlum að láta vaða á móti Svartfellingum."

Ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór
Ísak var í sumar keyptur til Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið afar vel á láni með liðinu á síðustu leiktíð.

„Ég er ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór. Það var svekkjandi með lokin á síðasta tímabili þar sem við vorum vítaspyrnu frá því að komast upp í Bundesliguna. Ég er lykilmaður þarna og er að spila allar mínútur. Mér líður ótrúlega vel þarna," segir Ísak Bergmann.

„Það er það mikilvægasta fyrir mig sem ungan leikmann að vera að spila reglulega, og líka upp á landsliðið að gera. Það gefur mér enn meiri séns á að byrja leiki hér. Það er mjög flott."

Düsseldorf virkjaði klásúlu í lánssamningi Ísaks til að kaupa hann nokkrum dögum áður en hún átti að renna út.

„Þeir töluðu um það mjög snemma að þeir ætluðu að gera það ef þeir ættu pening. Ég var gríðarlega sáttur með það að enda þarna. Þetta er eitt besta skref sem ég hef persónulega hef tekið," segir Ísak.

„Fram að 15. júní hugsaði ég bara um Düsseldorf en ég veit ekki hvernig þetta hefði verið ef það hefði farið yfir þann dag. Ég var ótrúlega ánægður að þetta var niðurstaðan. Við höfum byrjað tímabilið vel og erum efstir. Við erum á góðum stað. Ég spila flestar mínútur og er að spila aðeins neðar á vellinum núna, í tvöfaldri sexu. Það er eins og landsliðið spilar og það hjálpar mér mjög mikið; að læra varnarleikinn og staðsetningarnar. Eins og Jói (Berg) og Arnór (Ingvi) hafa verið að gera gríðarlega vel. Ég fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu. Mig langar að bæta mig sem varnarmaður og geta tekið yfir þetta þegar Jói og Arnór eru hættir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner