Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   sun 06. október 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Átti erfitt með að ganga um götur Manchester
Mynd: EPA

Phil Jones, fyrrum varnarmaður Manchester United, var hræddur við það að ganga um götur borgarinnar vegna þess að hann var hræddur um að fólk myndi hrauna yfir sig.


Jones lagði skóna á hilluna í ágúst síðastliðinn en hann hafði ekki spilað fótbolta síðan hann yfirgaf Man Utd árið 2023. Hann gekk til liðs við félagið árið 2011 frá Blackburn en hann lék aðeins sex leiki í úrvalsdeildinni síðustu fjögur árin en meiðsli settu stórt strik í reikninginn.

„Þetta var svo slæmt um tíma að þegar ég gekk um götur borgarinnar var ég hræddur um hvað fólk myndi segja við mig. Ég hugsaði um hvað ég myndi segja til baka ef ég myndi fá einhver skítköst," sagði Jones.

„Ég vildi bara setja höfuðið niður þegar ég var meðal fólks og það sama má segja um samfélagsmiðla, þess vegna hætti ég þar í smá tíma. Ef þú myndir þekkja mig vissir þú að allt sem ég vildi var að spila fótbolta en það var eins og fólk héldi að ég hafi bara vaknað á morgnana og ákveðið að ég væri meiddur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner